Leiðbeiningar um afhendingu bíla
á verkstæði Toyota Kauptúni

Mikilvægt er að ganga vel frá bílnum áður en hann er skilinn eftir hjá Toyota Kauptúni til viðgerðar eða þjónustuskoðunar. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að úr bílnum geti tapast lausamunir á meðan hann er í geymslu hjá Toyota Kauptúni. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir í ljósi þess að þjófnuðum er að fjölga hér á landi - því miður.

Því er óskað eftir að...

  • á lyklakippunni sé einungis lykill að bílnum. Fjarlægið því bensínlykla, húslykla og aðra aukahluti af kippunni.
  • fjarlægðir séu allir lausamunir úr bílnum svo sem, húslyklar, GPS staðsetningartæki, sólgleraugu, fjarstýringar fyrir bílskúrshurðir, radarvarar, ökuskírteini, greiðslukort, iPod og annað þess háttar.

Toyota Kauptúni ber ekki ábyrgð á ofangreindum hlutum eða öðru
því sem á lyklakippunni er eða í bílnum kann að vera.

Margir munir hafa persónulegt gildi og því mikilvægt að koma strax í
veg fyrir að þeir tapist að óþörfu.

Með kveðju og von um gott samstarf.

Starfsfólk Toyota Kauptúni