Tapað/fundið

Kæri viðskiptavinur.

Stundum verða viðskiptavinir okkar fyrir því óláni að týna lyklinum af bílnum sínum. Í einhverjum tilvikum leita þeir, sem finna lykla, til okkar hér í Kauptúnið og biðja okkur um að kanna hvort við getum komið lyklunum til skila. Það sem við gerum er að passa upp á lyklana, merkja þá fundarstað og dag ef það er þekkt og geymum lyklana hér hjá okkur í allt að eitt ár.

Hafir þú týnt Toyota lyklinum þínum er þess virði að senda okkur póst á info(hjá)toyota.is eða koma til okkar í Kauptúnið með bílinn og þá getum við kannað hvort lykillinn er hér hjá okkur :-)

Með kveðju, starfsfólk Toyota Kauptúni