Þjónustubíll Toyota Kauptúni.

Toyota býður viðskiptavinum uppá þá þjónustu að aka þeim til vinnu eða heim á meðan á viðgerð bílsins stendur, án endurgjalds. Ennfremur er boðið upp á að sækja viðskiptavinina aftur að viðgerð lokinni.  

Á morgnana fer fyrri þjónustubíllinn af stað kl. 08:00 og sá seinni um 08:15 en ávallt er reynt að raða þannig í bílana að viðskiptavinurinn eyði sem stystum tíma þar. Þeir sem koma með bíla sína í þjónustu eftir kl 08:15 geta þurf að bíða eftir að þjónustubílarnir komi til baka og þar með lengist biðin eftir heimferð. Yfirleitt er sá bíll sem lagði fyrr af stað kominn aftur í hús rúmlega 09:00 og er næsta ferð því um kl. 09:10.

Þegar viðskiptavinurinn hefur fengið upplýsingar um að bíllinn sé tilbúinn til afhendingar getur hann óskað eftir því að vera sóttur í vinnu eða heim. Hversu langan tíma það tekur fer eftir álagi og staðsetningu viðkomandi. Við reynum að skipuleggja ferðir eins vel og mögulegt er en getum ekki brugðist við öllum beiðnum jafnharðan. Sé viðskiptavinurinn mjög tímabundinn getur verið öruggara fyrir viðkomandi að leita annarra leiða. 

Toyota Kauptúni veitir viðskiptavinum sínum þessa þjónustu endurgjaldslaust. Hægt er að ná í þjónustubílinn í síma 6933000. Við gerum ávallt okkar besta  til að allt gangi upp.

Með kveðju,
Starfsfólk Toyota Kauptúni