Tölvuaflestur Toyota Kauptúni.

Hluti af daglegri starfsemi Verkstæðis er að geina hugsanlegar bilanir sem kunna að vera í bílnum þegar aðvörunarljós kvikna í mælaborði hans. 

Við tölvuaflestur getur í einstaka tilfellum verið hægt að laga viðkomandi bilun á sama tíma og fyrir liggur í hverju hún fellst. Ef ekki tekst að greina bilunina eða laga hana á staðnum þarf að bóka næsta lausan tíma á Verkstæði fyrir bílinn. Bilun sem greind er með tölvuaflestri er ALLTAF staðfest að nýju áður en viðgerð hefst til að tryggja að hún sé örugglega í samræmi við upphaflegan álestur.

Aðvörunarljós í mælaborði eru mis „alvarleg“ og því mikilvægt að kynna sér hvað hvert ljós þýðir ef þau kvikna. Í handbók sem fylgir öllum bílum er að finna ítarlegar upplýsingar um öll aðvörunarljós. Skýringar á því fyrir hvað, hvert ljós stendur er þar að  finna á íslensku.

Fast gjald er tekið fyrir tölvuaflestur vegna aðvörunarljósa og er það gjald óháð því hvort hægt er að greina bilunina endanlega eða ekki.

Ef einhverjar spurningar vakna skaltu ekki hika við að leita til þjónustufulltrúa okkar í Móttökunni.

Með kveðju, starfsfólk Toyota Kauptúni