Bilanagreining Toyota.

Toyota í Kauptúni rekur öfluga bilanagreiningu fyrir Toyota bíla sem hluta af sinni daglegu starfsemi.

Viðskiptavinir Toyota geta leitað í bilanagreininguna þegar þeir verða varir við eitthvað óvenjulegt við virkni bílsins s.s. torkennileg hljóð, titring, gangtruflanir í vélinni, ískur frá bremsum,  o.s.frv. Mikilvægt er að viðskiptavinurinn reyni eftir fremsta megni að lýsa biluninni sem allra best þegar komið er með bílinn í greiningu,  það flýtir fyrir og heldur kostnaði í lágmarki.

Í einstaka tilfellum er hægt að laga bilunina um leið og bilanagreining er gerð. Ef ekki tekst að greina bilunina eða að laga hana á staðnum þarf að bóka næsta lausan tíma á verkstæði fyrir bílinn.

Ákveðið lágmarksgjald er tekið fyrir bilanagreiningu og er það gjald óháð því hvort hægt er að greina bilunina eða ekki. Ef greiningin rúmast ekki innan lágmarksgjaldsins hækkar það gjald í samræmi við aukna vinnu við hana. Gjald fyrir vinnu umfram lágmarksgjaldið er samkvæmt útseldu tímagjaldi á Verkstæðinu. Frekari kostnaður er ávallt ræddur við viðskiptavininn fyrirfram.

Ef einhverjar spurningar vakna skaltu ekki hika við að leita til þjónustufulltrúa okkar í Móttökunni.

Með kveðju, starfsfólk Toyota Kauptúni