Söludeild nýrra bíla samanstendur af sérþjálfuðum söluráðgjöfum sem leggja sig fram við að uppfylla þarfir kröfuharðra viðskiptavina. Lögð er sérstök áhersla á vönduð og öguð vinnubrögð í bílaviðskiptum enda eitt af meginmarkmiðum fyrirtækisins að veita persónulega ráðgjöf svo úr verði ánægjulegt viðskiptasamband til langs tíma.

Alúð, einlægni og rétt þarfagreining eru lykilþættir sem söluráðgjafar hafa tileinkað sér að veita viðskiptavinum ásamt haldgóðri ráðgjöf um fjármögnun við kaup á draumabílnum.

Reynslumiklir söluráðgjafar sjá til þess að upplifun af bílaviðskiptum við Toyota í Kauptúni sé alltaf örugg og þægileg. Aldrei er nýr bíll afhentur nema að hann standist 100% gæðaskoðun. Með aðstoð hæfileikaríkra starfsmanna standsetningar nýrra bíla er hugað að hverjum bíl með einstakri fagmennsku og vandvirkni.

Verið velkomin að skoða glæsilegt úrval nýrra bíla í sýningarsal okkar í Kauptúni 6.

Opnunartímar söludeildar er frá kl. 7:45 til 18:00 alla virka daga og á laugardögum er opið frá kl. 12:00 - 16:00.

Starfsfólk söludeildar nýrra bíla.