Fyrirbyggjandi viðhald er nauðsynlegt að framkvæma til að viðhalda ábyrgð og öryggi bifreiðarinnar. Við mælum með reglulegum viðhaldsskoðunum á 15.þús km fresti eða einu sinni á ári til að hámarka líftíma bifreiðarinnar. Hefðbundna smurþjónustu þarf að framkvæma á sex mánaða eða 7500 km. fresti, hvort sem fyrr verður.

Á ábyrgðartíma þarf að færa bílinn til reglubundinna ástands- og öryggisskoðana til að viðhalda ábyrgðinni. Framleiðandi setur fram áætlun um hvenær og hvernig þeim skoðunum er háttað. Í  þessum skoðunum eru fjölmörg atriði skoðuð og  gengið úr skugga um að allt sé eins og best verður á kosið. 

Meðal annars eru öryggisatriði og slithlutir skoðaðir, uppfærslur framleiðanda og fyrirbyggjandi aðgerðir framkvæmdar.  

Þegar ábyrgð framleiðanda lýkur færist ábyrgðin yfir á eigandann. Þann tíma er viðhald og eftirlit ekki síður mikilvægt.

Þjónustuskoðanir innihalda smurþjónustu.

Hér er hægt að skoða áætlun um þjónustuskoðun fyrir Toyota bíla (skjal 1). Sérstakar áætlanir gilda fyrir Land Cruiser og Prius og þær er að finna í skjölum tvö og þrjú.

Toyota_1.pdf
Toyota_2_LC.pdf
Toyota_3_Prius.pdf