Regluleg endurnýjun á smurolíu og smursíu er einfaldasta og hagkvæmasta leiðin til að viðhalda vélinni og hámarka endingu hennar. Olía missir smureiginleika sína við notkun og því þarf að tryggja að skipt sé um hana reglulega. Sé þessu ekki sinnt getur það leitt til alvarlegar bilunar eða jafnvel úrbræðslu vélarinnar.

Það er hlutverk okkar hjá Toyota Kauptúni að tryggja þér bestu þjónustu sem völ er á þegar kemur að því að vernda þá fjárfestingu sem bíllinn er. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á þessa litlu þætti sem geta skipt svo miklu máli.

Hraðþjónustan hér í Kauptúni er dæmi um það. Þar sinnum við þessum þáttum fyrir þig á sem skemmstum tíma með sem minnstri fyrirhöfn.

Einnig er hægt að bóka tíma í síma 570 5000.


Nýtt afgreiðsluborð fyrir Hraðþjónustu einfaldar málið, flýtir fyrir og styttir biðtíma.

Hraðþjónustan er verkstæði sem sérhæfir sig í þjónustuskoðunum, smurþjónustu, peruskiptum og smærri viðgerðum. Um er að ræða verk sem taka yfirleitt ekki lengri tíma en 10 - 60 mínútur að klára og viðskiptavinir geta í flestum tilfellum beðið á meðan.

Verkferli eru skipulögð þannig að hver verkþáttur leiðir af öðrum á einfaldan, eðlilegan og virkan hátt allt frá því að tekið er við bílnum og þar til gengið er frá greiðslu. Á meðan þú bíður getur þú fengið þér kaffisopa og vínarbrauð, lesið dagblöðin eða farið á Internetið.

Glæsileg aðstaða viðskiptavina í setustofunni hjá Toyota Kauptúni.

Hjá Hraðþjónustu Toyota er opnari dagskrá en hjá almennu verkstæði og því oftast hægt að koma og fá tíma strax. Bíllinn er svo að öllu jöfnu tilbúinn innan klukkutíma eftir að hann er tekinn inn. Sérhönnuð verkfæri og sérþjálfað tæknifólk gera þetta kleyft án þess að slakað sé á gæðakröfum.

Ef upp koma verkefni sem ná út fyrir ramma Hraðþjónustu, veitir starfsfólk leiðbeiningar um aðra lausn.


Margir fá sér kaffisopa og vínarbrauð í setustofunni.