Viðgerðir geta verið bæði stórar og smáar en fátt kemur þaulreyndum tæknimönnum okkar á óvart.  

Byrjað er á bilanagreiningu og í kjölfar hennar taka ráðgjafi og viðskiptavinur ákvörðun um framhaldið í sameiningu.

Ef þér finnst bíllinn þinn ekki vera eins og hann á að sér að vera er tilvalið að láta  fagmann líta á hann. Hár starfsaldur, þétt þjálfunaráætlun, nýjasta tækni og sérhæfing í einu vörumerki flýta öllu viðgerðarferlinu eins og kostur er.

Ábyrgðarviðgerðir

Framleiðandi ábyrgist að bíllinn komi gallalaus frá verskmiðju. Gallar sem koma upp innan ábyrgðartíma eru lagfærðir bíleiganda að kostnaðarlausu og leitast við að rask viðskiptavinar sé sem minnst. Hann fær til dæmis bíl að láni á meðan viðgerð stendur yfir.

Aðeins verkstæði sem hlotið hafa viðurkenningu framleiðanda geta skorið úr um hvort galli falli undir ábyrgð eða ekki. Aðeins viðurkennd verkstæði mega og geta útfært ábyrgðarviðgerðir.